Fagháskólanámi í leikskólafræði

Málsnúmer 2304028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Lagt fram erindi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri til kynningar á Fagháskólanámi í leikskólafræði.
Verkefnið Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Fagháskólanáminu er ætlað að efla fagmenntun í leikskólunum með því að fjölga kennurum og að efla innra starf í leikskólum með því að tvinna saman nám og starf. Markmið verkefnisins eru jafnframt að þróa fjárnámsmöguleika og gefa starfsfólki leikskóla sem ekki lauk framhaldsskóla tækifæri til sérsniðins náms sem getur orðið brú yfir í háskólanám. Fagháskólanámið er liður í að fjölga leikskólakennurum, en um 1.500 leikskólakennara vantar til starfa. Með þróun fjarnámsmöguleika mun fagháskólanámið stuðla að auknu jafnrétti til náms í landinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarfélagið mun senda fulltrúa sinn á fundinn.