Erindi til bæjarráðs

Málsnúmer 2304024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Lagt fram erindi Icelandic Eider ehf. um efnislosun við Leirutanga.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögur að úrbótum og lausn. Bæjarráð tekur fram að efnið sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og á ábyrgð þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 09.05.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna efnislosunar á Leirutanga.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir þær tillögur sem koma fram í því. Þá ítrekar bæjarráð fyrri ákvarðanir á vettvangi bæjarráðs og nefnda um efnislosun óvirks úrgangs og að sveitarfélagið fari fram með góðu fordæmi varðandi val á efnislosunarstöðum. Bæjarráð leggur áherslu á að mikilvægt sé að finna varanlega lausn þegar kemur að efnislosunarsvæðum óvirks úrgangs og gróðurúrgangs í sveitarfélaginu. Deildarstjóra tæknideildar falið að auglýsa á heimasíðu sveitarfélagsins hvernig efnislosun skuli háttað þar til varanleg lausn málsins liggur fyrir og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framfylgja ákvörðunum bæjarráðs og nefnda.