Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

Málsnúmer 2303070

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 14.04.2023

Lögð fram til kynningar móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Lögð fram til kynningar móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Meginmarkmið móttökuáætlunar sveitarfélaga er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra.
Fjölmenningarsetri er falið að veita sveitarfélögum og stofnunum stuðning við gerð móttökuáætlana og fjölmenningarstefna. Hlutverk Fjölmenningarseturs er meðal annars að veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar um málefni innflytjenda.