Frístund 2022-2023

Málsnúmer 2303066

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 124. fundur - 27.03.2023

Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans. Nemendum er boðið upp á að taka þátt í frístundastarfi í klukkustund, strax að lokinni kennslu grunnskólans.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum dagskrárlið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Guðný Huld Árnadóttir fulltrúi foreldra. Tölfræði yfir þátttöku í Frístund lögð fram til kynningar. Þátttaka er mjög góð eða á milli 80-90% alla daga.