Grunnskóli Fjallabyggðar - Betri vinnutími

Málsnúmer 2301070

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 777. fundur - 31.01.2023

Í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 10. mars 2022 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Samkomulag um útfærslu vinnutíma gildir fyrir skólaárið 2022 til 2023 eða frá 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps kennara um tilhögun við styttingu vinnutíma í Grunnskóla Fjallabyggðar.