Umsókn um leyfi fyrir hleðslustöðvum

Málsnúmer 2212035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lagt fram erindi frá Róberti Guðfinnssyni f.h. Selvíkur ehf. dagsett 15.desember 2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki Fjallabyggðar fyrir fjórum hraðhleðslustöðvum á bílastæðalóð Selvíkur við Snorragötu 4 sem settar verða upp í samstarfi við HS orku og tæknifyrirtækið InstaVolt. Einnig mun Selvík ehf. setja upp 6 einfaldar hleðslustöðvar á bílastæðalóð Sigló Hótel við Snorragötu 6A.
Samþykkt
Nefndin hefur yfirfarið erindið og gerir engar athugasemdir við það. Engar kvaðir eru í gildandi lóðarleigusamning Snorragötu 4 varðandi starfsemi rafhleðslustöðva á lóðinni, sem samræmist vel núgildandi deiliskipulagi þar sem lóðin er skilgreind sem bílastæðalóð. Þetta á einnig við um lóðina Snorragötu 6A.