Regl­ur um bein­greiðslu­samn­inga við fatl­að fólk og for­sjár­að­ila fatl­aðra barna í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211131

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29.11.2022

Lögð fram tillaga að reglum um bein­greiðslu­samn­inga. Reglurnar grundvallast á ákvæðum laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og taka til útfærslu á þjónustu sem Fjallabyggð er skylt að veita fötluðu fólki samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þjónusta í formi beingreiðslusamnings er háð faglegu mati félagsmáladeildar Fjallabyggðar um að beingreiðslusamningur sé hentugt þjónustuform til að mæta þjónustuþörf viðkomandi. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.