Regl­ur Fjallabyggðar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra

Málsnúmer 2211130

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 142. fundur - 29.11.2022

Lögð fram tillaga að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Í reglunum er kveðið á um útfærslu og tilhögun á stuðningi til foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu. Einnig er kveðið á um stuðning til handa börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.