Fráveita við Síldarminjasafnið

Málsnúmer 2211088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15.11.2022

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra um fráveitu við Síldarminjasafn. Undir þessum dagskrárlið sátu einnig Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og Anita Elefsen safnastjóri Síldarminjasafnsins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar góðar umræður og felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa minnisblað þar sem fram kemur greining á núverandi stöðu ásamt því að leggja fram tillögur og kostnaðarmat á úrbótum.