Sérstakur stuðningur Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnramt í námi í leikskólafræðum

Málsnúmer 2211046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 08.11.2022

Lögð fram tillaga bæjarstjóra Fjallabyggðar, dags. 04.11.2022 um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólafræðum.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar til umfjöllunar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 21.11.2022

Á fundi sínum 4.11.2022. vísaði bæjarráð tillögu bæjarstjóra Fjallabyggðar um sérstakan stuðning við starfsmenn leikskólans sem eru jafnframt í námi í leikskólafræðum, til umfjöllunar fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með tillögu bæjarstjóra og hvetur til þess að henni verði hrint í framkvæmd strax á næsta ári. Nefndin telur að besta og raunhæfasta leiðin til að fjölga leikskólakennurum við Leikskóla Fjallabyggðar sé að styðja starfsfólk hans til fagmenntunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24.11.2022

Fyrir liggur bókun fræðslu- og frístundanefndar frá 116. fundi þann 21.11.2022 vegna tillögu bæjarstjóra Fjallabyggðar um sérstakan stuðning við starfsmenn leikskólans sem eru jafnframt í námi í leikskólafræðum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að frá næstu áramótum verði starfsfólki leikskólans með lögheimili í Fjallabyggð, sem hefur áhuga á að hefja nám í leikskólafræðum sérstaklega stutt í samræmi við tillögur minnisblaðsins. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og mennningarmála er falið að kynna málið fyrir starfsmönnum leikskóla Fjallabyggðar.