Snjómokstur - snjósöfnun á lóðir

Málsnúmer 2211035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 767. fundur - 15.11.2022

Lagt fyrir erindi eigenda fasteigna við Laugarveg 20,22 og 24 þar sem óskað er eftir því að hætt verði að moka snjó inn á óbyggða lóð við Suðurgötu 62.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Ljóst er að erfitt verður, m.v. núverandi verklag og stöðu, að útiloka algjörlega snjósöfnun á svæðinu á milli Suðurgötu 65 og 71. Þó er sjálfsagt að beina því til tæknideildar og þjónustumiðstöðvar, að við óhjákvæmilega snjósöfnun vegna snjómoksturs, að komið verði til móts við óskir íbúa.