Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 222. fundur - 30.11.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 9.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir lið nr. 2.
  • .1 2211113 Fjárhagsáætlun 2023 - Fyrri umræða
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .2 2211112 Gjaldskrár 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrám 2023 til fyrri umræðu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .3 2207032 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .4 2211046 Sérstakur stuðningur Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólafræðum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að frá næstu áramótum verði starfsfólki leikskólans með lögheimili í Fjallabyggð, sem hefur áhuga á að hefja nám í leikskólafræðum sérstaklega stutt í samræmi við tillögur minnisblaðsins. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að kynna málið fyrir starfsmönnum leikskóla Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .5 2211115 Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .6 2211087 Beiðni um styrk vegna Kvíabekkjarkirkju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að veita Hollvinafélagi Kvíabekkjarkirkju styrk að upphæð kr. 500.000.-. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .9 2210049 Beiðni um stuðning við EUCHIS 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 769. fundur - 24. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir að styðja við framkvæmd ráðstefnunnar með þátttöku í kostnaði við móttöku gesta, kr. 500.000. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.