Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 222. fundur - 30.11.2022

Fundargerð hafnarstjórnar er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • .3 2207006 Nýr löndunarkrani - tilboð
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir að staðsetja nýja löndunarkranann við vesturkant Hafnarbryggju ásamt því að færa löndunarkrana sem staðsettur er á Ingvarsbryggju á sama kant. Þannig yrði Ingvarsbryggja viðlegukantur. Með þessu er verið að horfa til öryggissjónarmiða á hafnarsvæði með tilkomu fjölgunar ferðamanna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • .4 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að afmörkun deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði á Siglufirði. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • .5 2109079 Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka málinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • .6 2209044 Grjótvörn við Óskarsgötu
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 131. fundur - 14. nóvember 2022. Hafnarstjórn samþykkir að Primex ráðist í framkvæmdina að höfðu samráði við tæknideild Fjallabyggðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu hafnarstjórnar.