Afstaða til endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar

Málsnúmer 2210024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Skal ákvörðun sveitarstjórnar liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 var staðfest þann 24.maí sl. og telur nefndin því ekki ástæðu til endurskoðunar aðalskipulags að þessu sinni.