Rafhleðslustæði á bílaplanið við Hól

Málsnúmer 2208050

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur - 07.09.2022

Lagt fram erindi Gunnlaugs Freys Arnarsonar f.h. Siglóhóls ehf. þar sem óskað er eftir leyfi sveitarfélagsins til uppsetningar á rafhleðslustöðvum við Hól. Einnig er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir uppsetningu Siglóhóls ehf. á rafhleðslustöðvum við Hól en vísar seinnihluta erindis er varðar aðkomu bæjarins að merkingu og lýsingu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13.09.2022

Lagt fram erindi Gunnlaugs Freys Arnarsonar f.h. Siglóhóls ehf. þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna sem fyrirhugað er að setja upp við Hól.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila uppsetningu rafhleðslustöðvar við Hól á Siglufirði. Sá hluti erindisins er snýr að merkingu bílastæða og lýsingar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.