Breyting á deiliskipulagi - Flæðar

Málsnúmer 2207035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17.08.2022

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Flæðar, Ólafsfirði. Breytingin felst í að skipulagsmörk deiliskipulagsins eru færð frá götukanti að lóðarmörkum lóða sunnan Aðalgötu og með því verður allt vegstæði Aðalgötu auk gangstíga meðfram götunni sunnanverðri utan skipulagsmarka til þess að samræma mörk deiliskipulagsins við mörk deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar. Við þetta minnkar skipulagssvæðið úr 14,5 ha í 14,4 ha.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða breytingu og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við skipulagslög nr.123/2010.