Ársfundur náttúruverndarnefnda 2022

Málsnúmer 2206088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagður fram tölvupóstur frá Davíð Örvari Hanssyni dags. 30. júní 2022 f.h. Umhverfisstofnunar þar sem fram kemur að:

Sveitarfélögum er bent á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður þann 10. nóvember næstkomandi.

Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.

Á fundinum verður m.a. farið yfir hlutverk náttúruverndarnefnda, fjallað um hlutverk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa, auk þess að fjalla um náttúruverndarmál.

Sveitarfélög eru hvött til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn.

Fyrir þá sem ekki komast verður fundinum streymt.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins á fundinn rafrænt.