Heimild til sölu áfengis í smásölu

Málsnúmer 2206086

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagður fram tölvupóstur frá Marteini B. Haraldssyni f.h. Seguls 67 Brugghúss dags. 28 júní 2022 þar sem kemur fram að í ljósi breytinga á áfengislögum nr. 75/1998 er varða heimild sölu áfengis í smásölu á framleiðslustað, sem taka gildi 1. júlí 2022 er hér með óskað eftir því að bæjarstjórn veiti Sunnu ehf., kt. 471289-2569 heimild til slíkrar sölu um leið og lagaheimildir munu liggja fyrir.

Erindi þetta er sent svo tryggja megi skjóta afgreiðslu bæjarstjórnar þegar ósk um umsögn berst bæjarstjórn frá Sýslumannsembætti.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.