Grunnskóli Fjallabyggðar. Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022-niðurstöður

Málsnúmer 2206021

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 13.06.2022

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr.70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.Könnun Íslensku skulýðsrannsóknarinnar verður frá og með skólaárinu 2021-2022 lögð fyrir á hverju ári í grunnskólum. Hún er lögð fyrir í 4., 6., 8. og 10. bekk. Rannsóknin fór fram á vorönn 2022.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra.
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem lögð er fyrir í fyrsta sinn á Íslandi, voru lagðar fram til kynningar. Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður.