Grunnskóli Fjallabyggðar, niðurstaða nemendakönnunar Skólapúls 2022

Málsnúmer 2206018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 112. fundur - 13.06.2022

Nemendakönnun Skólapúlsins fyrir 6. - 10. bekk fór fram í tveimur fyrirlögnum, í október og apríl. Svarhlutfall var 93,1%. Nemendakönnun Skólapúlsins fyrir 1.-5. bekk var einnig lögð fyrir á skólaárinu.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara og Björk Óladóttir fulltrúi foreldra.
Skólastjóri fór yfir helstu atriði úr niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins annars vegar fyrir 1.-5. bekk og hins vegar fyrir 6.-10. bekk. Kannanirnar voru lagðar fyrir á skólaárinu 2021-2022.