Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20. júní 2022.

Málsnúmer 2206012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 217. fundur - 23.06.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu er liður 1.

Aðrir liðir þarnfast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .1 2206032 Erindi vegna leyfis til skotveiði á Siglufirði.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 746. fundur - 20. júní 2022. Bæjarráð þakkar Ingvari, Sigurði og Örlygi fyrir erindið. Bæjarráð tekur undir að fara verði að öllu með gát þannig að tegundir á válista séu ekki felldar.

  Bæjarráð áréttar að það er umsjónaraðilum hvers svæðis í sjálfs vald sett hvernig þeir nýta þjónustu þeirra sem hafa leyfi til fellingar á vargfugli.
  Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Guðjón M. Ólafsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Arnar Þór Stefánsson, Þorgeir Bjarnason og Tómas Atli Einarsson.

  Bæjarstjórn Fjallabyggðar áréttar mikilvægi þess að farið sé að lögum um meðferð skotvopna í hvívetna ásamt því að þeir sem leyfi hafa til fellingar á vargfugli sýni umhverfi sínu og almenning nauðsynlega tillitssemi. Bæjarstjórn áréttar að felling á vargfugli verði aldrei framkvæmd nema í fullu samráði við deildarstjóra tæknideildar.

  Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.