Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022.

Málsnúmer 2206005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 217. fundur - 23.06.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
 • .1 2205071 Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð fagnar áhuga hópsins og áformum þeirra um uppbyggingu við höfnina í Ólafsfirði. Telur bæjarráð að hugmyndir falli vel að framtíðaráformum sveitarfélagsins um fjölbreyttari nýtingu hafnarinnar í Ólafsfirði.
  Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til þess að breyta aðalskipulagi til þess að greiða götu verkefnisins.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .2 2204090 Endurnýjun yfirfallslagnar frá brunni í Gránugötu
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að tilboði Báss ehf. verði tekið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .3 2206023 Seatrade Med sýning í Malaga í september.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Þó með því skilyrði að 4 vikum fyrir sýningu liggi fyrir greinargerð með áætlun um hver markmiðin með þátttöku sveitarfélagsins séu á sýningunni. Þá skal einnig skila ferðaskýrslu til bæjarráðs og hafnarstjórnar að sýningu lokinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .5 2206017 Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13. júní 2022. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og leggur til að leyfið verði veitt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.