Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022.

Málsnúmer 2206002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 217. fundur - 23.06.2022

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • .1 2205034 Ósk um umsögn á tillögu að deiliskipulagi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögurnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .5 2205063 Umsókn um lóð - Ægisgata 6
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .6 2205080 Lóðarmarkabreyting - Gránugata 15B og 17B
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .7 2205030 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vetrarbraut 4
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .8 2205066 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lækjargata 13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .9 2205062 Endurnýjun á framkvæmdaleyfi fyrir Skarðsveg
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .10 2205028 Síldartorfan - Listaverk
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að listaverkið fái að standa þarna til frambúðar.
    Umhverfisfegrun samþykkt með því skilyrði að ekki verði þrengt að bátarennu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .11 2101098 Lausaganga katta
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 7. júní 2022. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.

    11. gr. er svohljóðandi í dag:
    Tillit til fuglalífs á varptíma:
    Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.

    11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
    Tillit til fuglalífs á varptíma
    eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.
    Bókun fundar Til máls tóku Arnar Þór Stefánsson, Tómas Atli Einarsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson.

    Arnar Þór Stefánsson leggur til eftirfarandi breytingu á 11. grein samþykktar um kattahald.

    11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu: Tillit til fuglalífs á varptíma: eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.

    Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um kattahald. Bæjarstjórn vill árétta að breytingin er viðbót við þau tilmæli sem þegar er að finna í samþykktinni þess efnis að eigendur leitist við að taka tillit til fuglalífs á varptíma.
    Engum viðurlögum hefur verið bætt á samþykkt um kattahald og er það von bæjarstjórnar að kattahaldi í sveitafélaginu verði áfram sinnt með þeim hætti að ekki verði þörf á breytingum þar á.

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum tillöguna, Tómas Atli Einarsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.