Erindi til bæjarráðs - beiðni um aðgang að gögnum.

Málsnúmer 2204093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram að nýju erindi Hrefnu K. Svavarsdóttur dags. 12. apríl 2022 ásamt fylgiskjölum þ.m.t. dómi í máli E-3321/2020. Í erindinu fer Hrefna fram á að fá afhent yfirlit yfir kostnað vegna aðkeyptrar lögfræðiráðgjafar sveitarfélagsins vegna framangreinds máls. Erindið fékk umfjöllun á 738. fundi bæjarráðs undir trúnaði enda um persónulegt mál að ræða að mati sveitarfélagsins. Einnig lagt fram erindi Hrefnu K. Jónsdóttur dags 25. apríl 2022 hvar hún óskar eftir því að erindi hennar verði tekið til umfjöllunar í bæjarráði og að afgreiðsla bæjarráðs verði birt í fundargerð á heimasíðu sveitarfélagsins. Að síðustu er lagt fram svarbréf sveitarfélagsins dags. 25. apríl 2022 er varðar höfnun á ósk um afhendingu gagna með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka höfnun sveitarfélagsins á ósk um yfirlit um heildarkostnað vegna málareksturs í ofangreindu máli enda er um að ræða kostnað sem féll til vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf vegna dómsmáls sem höfðað var gegn sveitarfélaginu og hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum með þeim hætti að málinu var vísað frá dómi.