Umsókn um styrk - sundnámskeið

Málsnúmer 2204057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram ódagsett erindi Óskars Þórðarsonar, Önnu Maríu Björnsdóttur og Maríu Jóhannsdóttur er varðar ósk um frían aðgang að sundlauginni á Siglufirði vegna sundnámskeiðs fyrir leikskólabörn á tímabilinu 7. til 16. júní. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 26. apríl 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 55.200.- í formi frís aðgangs að sundlaug sveitarfélagsins á Siglufirði. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram og ljúka á grunni samþykktar bæjarráðs og framlagðs vinnuskjals.