Fræðsluherferð um stafrænt kynferðisofbeldi og forvarnarteymi

Málsnúmer 2202044

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 109. fundur - 07.03.2022

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna fræðslu- og forvarnarherferðar í 8. bekkjum grunnskóla á vegum Ríkislögreglustjóra í samstarfi við Neyðarlínuna 112. Herferðin beinist gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis hjá unglingum í samræmi við samkomulag þess efnis við stjórnvöld og miðar að því að auka vitund ungmenna um stafrænt ofbeldi og gildi samþykkis í stafrænum og kynferðislegum samskiptum.Verkefnið er unnið í góðum samskiptum við lögregluembættin.
Lagt fram til kynningar
Erindi lagt fram til kynningar en umrædd fræðsla hefur þegar farið fram í Grunnskóla Fjallabyggðar.