Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022

Málsnúmer 2202012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 211. fundur - 09.03.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 18 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 4, 10, 11 og 12.

Enginn tók til máls.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
 • .1 2201057 Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022 Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 3/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 12.000.000.- vegna framkvæmda á endurbótum á búningsklefum í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs og viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 12.000.000.- sem mætt verður með lækkun á handbæru fé vegna eignfærslu framkvæmda við endurbætur á búningsklefum í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Ólafsfirði.
 • .4 2202082 Útilegukortið
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022 Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi sveitarfélagsins og Útilegukortsins í samræmi við framlagt minnisblað. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .10 2202068 Umsókn um rekstrarleyfi - Viking heliskiing
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022 Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .11 2202069 Umsókn um rekstrarleyfi - Sigló hótel
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022 Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
 • .12 2202070 Umsókn um rekstrarleyfi - Hvanneyri
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 3. mars 2022 Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.