Ungmennaráð 2021-2022

Málsnúmer 2110069

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 28. fundur - 21.10.2021

Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur verið stofnað fyrir veturinn 2021-2022. Tilnefndir hafa verið:

Fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar:
Aðalmenn: Skarphéðinn Þór Torfason og Jason Karl Friðriksson.
Varamenn: Sveinn Ingi Guðjónsson og Isabella Ósk Stefánsdóttir.

Fyrir hönd Menntaskólans á Tröllaskaga:
Aðalmenn: Birna Björk Heimisdóttir og Frímann Geir Ingólfsson.
Varamenn: Ronja Helgadóttir.

Fyrir hönd UÍF:
Aðalmaður: Júlía Birna Ingvarsdóttir.
Varamaður: Helgi Már Kjartansson.

Ráðið frestar kjöri formanns og varaformanns til næsta fundar þar sem ekki sátu allir aðalmenn á fundinum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir Samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og almenn fundarsköp.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 29. fundur - 11.11.2021

Fundarmenn kusu formann og varaformann úr hópi aðalmanna.
Formaður Ungmennaráðs Fjallabyggðar er Júlía Birna Ingvarsdóttir og varaformaður er Birna Björk Heimisdóttir.