Viðbragðsáætlun Almenningar - Drög

Málsnúmer 2110063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 715. fundur - 21.10.2021

Lögð er fram til kynningar viðbragðsáætlun Vegagerðarinnar, útgáfa 2.0, dags. 6 október vegna hættu á jarðskriði um Almenninga og skriðu- og grjóthruns hættu á veg frá Hraunum til Siglufjarðar. Viðbragðsáætlunin er unnin af Mannvit hf. í samstarfi við Vegagerðina og byggð á sniðmáti frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða viðbrögð vegna mögulegs jarðskriðs á veginum sem veldur broti eða missigi sem fyrst og fremst er talið geta skapað hættu fyrir vegfarendur. Ennfremur hættu sem stafar af grjóti sem hrunið hefur inn á veg. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipuleg viðbrögð og vöktun á veginum til að tryggja öryggi vegfarenda sem best.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð fagnar framkominni viðbragðsáætlun vegna hættu á jarðskriði, skriðföllum og grjóthruni á ofangreindum vegarkafla sem og því aukna öryggi vegfarenda sem felst í áætluninni. Að því sögðu þá telur bæjarráð að framlögð áætlun sé enn ein staðfesting þess að ekki sé valkostur að bíða með gerð jarðganga frá Siglufirði yfir í Fljót. Bæjarráð hvetur samgönguráðherra og Alþingi eindregið til þess að setja nú þegar í gang vinnu við verkhönnun jarðganga byggða á fyrirliggjandi forathugun og í framhaldinu að bjóða verkið út.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma bókun bæjarráðs á framfæri við ráðherra og þingmenn.