Innköllun krafna um sanngirnisbætur

Málsnúmer 2110024

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 29.10.2021

Lagt fram
Lagt fram erindi frá Dómsmálaráðuneytinu, dags. 6. október 2021. Með bréfinu vill dómsmálaráðuneytið vekja athygli stjórnenda í málefnum fatlaðs fólks á því að innköllun krafna um sanngirnisbætur verður birt í Lögbirtingarblaðinu 7. okt sl. Frá þeim tíma gefst einstaklingum sem sættu illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum fyrir fötluð börn, rekin á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993, tækifæri til að lýsa kröfum sínum um bætur. Fresturinn til að sækja um sanngirnisbætur rennur að óbreyttu út 31. janúar 2022.