Áætlun um öryggi og heilbrigði í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2109087

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 04.10.2021

Undir þessum lið sátu Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri upplýsti nefndina um þá vinnu sem í gangi er og heimsókn Vinnueftirlits ríkisins í grunnskólann í síðustu viku. Vinnueftirlitið hefur skilað eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur að gera þurfi formlega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Frestur er gefinn til 6. desember næstkomandi.