Árshátíð Fjallabyggðar 2021

Málsnúmer 2109022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 7. september sl.. Í minnisblaðinu er lagt til í ljósi reglna um samkomur og sóttvarnir að árshátíð starfsmanna Fjallabyggðar sem halda átti 2. október nk. verði aflýst. Ný dagsetning árshátíðar verði 5. mars 2022. Einnig er lagt til að í stað árshátíðar verði fjármagn sem ætlað er í fjárheimildum ársins 2021 til árshátíðarhalds nýtt til að gera jólagjöf starfsmanna veglegri í ár líkt og gert var á síðasta ári.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og tekur undir þau sjónarmið sem fram eru sett í minnisblaðinu.