Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar 2021-2024

Málsnúmer 2109021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 709. fundur - 16.09.2021

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 7. september sl.. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri heimildar til útboðs á ræstingu Leikskóla Fjallabyggðar, annars vegar Leikhóla Ólafsfirði og hins vegar Leikskála Siglufirði. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að báðir samningar renni út á yfirstandandi ári, byggt á núverandi samningsfjárhæðum, og að líkleg samningsfjárhæð muni í báðum tilvikum vera yfir viðmiðunarfjárhæð innkaupareglna Fjallabyggðar um útboðsskyldu. Að síðustu er lagt til að um tvö aðskilin útboð verði að ræða, annar svegar fyrir Leikhólum með samningstíma 15.11.2021-14.11.2024 og hins vegar í Leikskálum með samningstíma 1.1.2022 - 31.12.2024.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs í samræmi við framlagt minnisblað.