Fjallahlaup - North Ultra

Málsnúmer 2108014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 706. fundur - 19.08.2021

Fram er lagt erindi Gests Þ. Guðmundssonar f.h. North Ultra fjallahlaupsins dags. 11. ágúst 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið sjái um að loka tilgreindum götum og setji upp viðvörunarmerkingar þegar hlaup á sér stað þann 28. ágúst nk.. Einnig eru lögð fram kort af umræddum götum og þess óskað að sveitarfélagið komi á framfæri atriðum er hlaupið varðar á heimasíðu og öðrum miðlum sínum.
Samþykkt
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samvinnu við tæknideild. Einnig bendir bæjarráð á að sumar þeirra gatna sem um ræðir eru þjóðvegir í þéttbýli og að nauðsynlegt er afla heimildar Vegagerðar sem og lögreglustjóra.