Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraða

Málsnúmer 2107008

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 10.09.2021

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraða var kynnt á heilbrigðisþingi sem fram fór þann 20. ágúst sl. Í stefnunni er dregin upp sýn að æskilegu heildarskipulagi þjónustu við aldraða, samþættingu milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs milli þessara þjónustustiga. Einnig er horft til nýrra áskorana og fjallað um mögulegar breytingar á framkvæmd og skipulagi þjónustunnar með hliðsjón af nýsköpun og þróun hérlendis og hjá nágrannaþjóðum.