Skólaþing sveitarfélaga 2021.

Málsnúmer 2106076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Lagt fram erindi Svandísar Ingimundardóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.06.2021 þar sem fram kemur að skólaþing sveitarfélaga verður haldið þann 8. nóv. nk.

Í ár eru 25 ár liðin frá því allur rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 16.08.2021

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í ár eru 25 ár frá því allur rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er hafa verið stigin margvísleg framfaraskref og skólahald breyst og þróast til betri vegar. Skólaþing sveitarfélaga 2021 verður tileinkað þessum tímamótum og hefur dagskrá skólaþingsins verið birt með fyrirvara um breytingar. Sambandið hvetur sveitarfélög til að taka virkan þátt í skólaþinginu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mun sækja þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.