Beiðni um listaverk til láns.

Málsnúmer 2106035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.06.2021

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 03.06.2021, þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að fá til láns, á sömu kjörum og stofnanir sveitarfélagsins, listaverk í eigu Fjallabyggðar til að hengja upp á skrifstofu embættisins á Siglufirði. Um væri að ræða 6-8 verk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að gera samning við Sýslumannsembættið um lán á 6- 8 verkum og fyrir það verði greitt eitt lántökugjald skv. reglum eins og það kemur fram í útlánareglum Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingu á útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar sem felur það í sér að mögulegt sé að lána stofnunum fleiri en eitt verk með einum samningi og einu lántökugjaldi.