Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Málsnúmer 2106028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.06.2021

Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Aldísar Hafsteinsdóttur formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.05.2021. Bréf til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Einnig lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.06.2021, er varðar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti sbr. þingsályktun nr. 37/150 - Hlutverk skólaskrifstofa, skóla og annarra stofnana sveitarfélaga og stuðningur við aðgerðir.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til frekari kynningar og úrvinnslu.