Vinnuskóli 2021

Málsnúmer 2106025

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10.06.2021

Lagt fram
Haukur Sigurðsson forstöðumaður vinnuskólans sat undir þessum lið og kynnti starf vinnuskólans sumarið 2021. Fram kom að námskeið var haldið fyrir flokkstjóra í byrjun júní þar sem m.a. var farið í endurnýjun reglna vinnuskólans. Forstöðumaður fór yfir breytingu á tímasetningu smíðavalla sem verður opinn á tímabilinu 5. - 22. júlí, þrisvar í viku kl. 13:00 - 15:00. Einnig fór forstöðumaður yfir vinnuskipulag og vinnutíma nemenda vinnuskólans.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 103. fundur - 04.10.2021

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Vinnuskóla Fjallabyggðar. Forstöðumaður fór yfir uppgjör vinnuskólans eftir sumarið. Mun fleiri unglingar úr elsta aldurshópnum sóttu vinnuskólann en gert hafði verið ráð fyrir. Starf vinnuskólans gekk vel í sumar. Smíðaskóli var haldinn í 3 vikur í júlí fyrir 7-12 ára börn og var vel sóttur í báðum byggðarkjörnum.