Áningasvæði - Reki og Bót

Málsnúmer 2106024

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Vísi á Ólafsfirði dags. 3. júní 2021.

Þar sem Fjallabyggð eru afhent svæðin Reka og Bót til eignar og umsjónar.

Lagt fram
Bæjarstjórn þakkar Ungmennafélaginu Vísi fyrir það frumkvæði sem félagið sýndi í þessu máli ásamt og að þakka fyrir framkvæmdina sjálfa. Bæjarstjórn telur að með þessari framkvæmd hafi félagið lagt gott til í því verkefni að halda á lofti sögu Ólafsfjarðar og byggðarinnar í firðinum.