Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021.

Málsnúmer 2106005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021. Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021. Bæjarráð samþykkir erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að gera samning við Sýslumannsembættið um lán á 6- 8 verkum og fyrir það verði greitt eitt lántökugjald skv. reglum eins og það kemur fram í útlánareglum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingu á útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar sem felur það í sér að mögulegt sé að lána stofnunum fleiri en eitt verk með einum samningi og einu lántökugjaldi.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.