Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10. júní 2021.

Málsnúmer 2106004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 203. fundur - 16.06.2021

Fundargerðin er í 5 liðum.

Til afgreiðslu er liður 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10. júní 2021. Á 98. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar samþykkti nefndin að kalla eftir greinargerðum frá fræðslustofnunum í Fjallabyggð um hvernig gangi að vinna eftir Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af bæjarstjórn 18. maí 2017. Óskaði nefndin eftir að horft yrði til atriða eins og hvernig fræðslustefnan birtist í daglegu skólastarfi stofnana, samstarfi milli fræðslustofnana, hvernig gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í starfinu og hvernig gangi að vinna að markmiðum fræðslustefnunnar. Allar fræðslustofnanir hafa skilað greinargerðum sínum. Ánægjulegt er að sjá hvernig markvisst samstarf og gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í daglegu starfi innan fræðslustofnana eins og lýst er í greinargerðunum.
    Í greinagerð skólastjóra grunnskólans kemur fram að starf á miðstigi yrði faglega og félagslega öflugra með hagsmuni nemenda að leiðarljósi ef miðstigið yrði sameinað á sömu starfsstöð. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að farið verði í greiningarvinnu á húsnæðisþörf og hvaða leiðir væri hægt að fara til að svo megi verða. Horfa þarf til húsnæðis, skólaaksturs og fleiri þátta.

    Bókun fundar Til máls tók Tómas Atli Einarsson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- og frístundamála að framkvæma umbeðna greiningarvinnu og leggja fyrir fund fræðslu- og frístundanefndar í september 2021.