Heildarúttekt á heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma

Málsnúmer 2105034

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 28.05.2021

Lagt fram erindi frá heilbrigðisráðuneytinu um heildarúttekt á þjónustuferlum, hugmyndafræði, innihaldi og gæðum heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með vímuefnasjúkdóma. Jafnframt verða skoðaðir möguleikar á frekari samhæfingu heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu, einkum með tilliti til endurhæfingar, búsetuúrræða og stuðningsmeðferðar fyrir einstaklinga í bataferli. Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd fagnar þessu þarfa framtaki ráðuneytisins.