Heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Málsnúmer 2105032

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 28.05.2021

Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað starfshóp um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfshópinn skipa fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og félagsmálaráðuneytinu.
Starfshópurinn hefur það hlutverk að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir í heild sinni og þær reglugerðir sem lögunum fylgja með áherslu á að greina þau álitaefni sem upp hafa komið við framkvæmd laganna og koma með tillögur til ráðherra ekki síðar en 30. september 2021. Einnig skulu önnur lög, reglugerðir og framkvæmd sem snýr að fötluðu fólki metin og endurskoðuð eftir þörfum. Deildarstjóri upplýsti nefndina um stöðu mála varðandi gagnaskil til starfshópsins.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 10.09.2021

Deildarstjóri gerir grein fyrir gagnaskilum til úttektaraðila frá þjónustusvæði Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 140. fundur - 10.11.2022

Lögð fram skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í skýrslunni koma fram fjölmargar tillögur sem skiptast á mörg málasvið, þ.e. húsnæðis- og búsetumál, atvinnumál, notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), hvernig staðið er að samráði aðila og mat á stuðningsþörf.