Starfsemi öldungaráðs 2021

Málsnúmer 2105024

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Fjallabyggðar - 5. fundur - 12.05.2021

Forsvarsmenn félaga eldri borgara í Fjallabyggð sögðu frá starfsemi félaganna undanfarin misseri og fram kom í máli þeirra að starfsemin hafi markast mjög af þeim skerðingum og takmörkunum sem verið hefur á öllu samkomuhaldi vegna COVID-19.
Eldri borgara leggja áherslu á að uppbyggingu göngustíga í sveitarfélaginu og þráðurinn tekinn aftur upp með verkefnið ,,Brúkum bekki“.
Félög eldri borgara í Ólafsfirði og Siglufirði stefna að sameiginlegum fundi félaganna þegar aðstæður leyfa.