Kostnaður vegna styttingar vinnuvikunnar - hjúkrunarheimili á samning við SÍ

Málsnúmer 2105015

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 28. fundur - 07.05.2021

Sjúkratryggingar Íslands upplýsa að SÍ hefur fundað með Heilbrigðisráðuneytinu og óskað nánari upplýsinga um meðferð kostnaðar vegna styttingar vinnuvikunnar á hjúkrunarheimilum. SÍ greiðir fyrirfram til hjúkrunarheimila fyrir þeirra þjónustu. Sá kostnaður sem kann að falla til vegna styttingar vinnuvikunnar kemur ekki til gjalda fyrr en í lok maí, nema um sé að ræða starfsfólk á fyrirfram greiddum launum, sem er undantekning.