Atvinnu,- útgerðar- og hafnarsaga Ólafsfjarðar í máli og myndum

Málsnúmer 2104094

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagt er fram minnisblað menningarfulltrúa dags. 21. apríl sl., minnisblaðið er samið að ósk bæjarstjóra. Efni minnisblaðsins snýr að hugmynd sem Björn Þór Ólafsson í Ólafsfirði lagði fyrir bæjarstjóra þess efnis að veggur sem liggur út með svokölluðum öldubrjót á Ólafsfirði verði nýttur til að kynna útgerðar- og atvinnusögu Ólafsfjarðar. Kynning yrði með þeim hætti að safnað yrði myndum og sögubrotum sem sett væru á til þess gerð skilti sem fest væru á vegginn. Útfærslan væri með þeim hætti að elstu sögubrot og myndir væru næst vigtarhúsi og sagan rakin í tímaröð út eftir veggnum. Einnig eru í minnisblaðinu rakin tvö önnur verkefni sem nú eru í gangi og horfa þarf til við þróun ofangreindar hugmyndar.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og telur að hugmyndin sé góð ásamt að samræmast mjög vel áherslum sem sjá má stað í drögum að deiliskipulagi hafnarinnar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að þróa hugmyndina áfram í samræmi við fram lagt minnisblað, leitast skal við að vinna verkefnið með þeim hætti að sótt verði um styrki til undirbúnings og framkvæmdar.