Úrgangsolía á hafnarsvæðum

Málsnúmer 2103025

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagður fram tölvupóstur yfirhafnarvarðar dags. 4. maí sl. og skýrsla Olíudreifingar dags. september 2020.

Í framlögðum tölvupósti kemur fram það mat yfirhafnarvarðar að best sé að halda óbreyttri staðsetningu á úrgangsolíutanki enda sé meginreglan sú að úrgangsolíutankar séu staðsettir í námunda við smábátahafnir. Einnig bendir yfirhafnarvörður á að bregðast þurfi við núverandi ástandi á úrgangsolíutanki, setja þurfi árekstrarvörn við hann og mála hann í samræmi við það sem kemur fram í framlagðri skýrslu Olíudreifingar.
Hafnarstjórn samþykkir óbreytta staðsetningu úrgangsolíutanks og felur yfirhafnarverði að vinna að þeim úrbótum sem hann leggur til og tilgreindar eru í framlagðri skýrslu.