Raforka - Samningur

Málsnúmer 2103020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 687. fundur - 09.03.2021

Lögð fram drög að viðauka við Raforkusölusamning Orkusölunnar við Fjallabyggð, dags. 12.08.2016.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 690. fundur - 30.03.2021

Á 687. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn bæjarstjóra varðandi drög að viðauka við Raforkusölusamning Orkusölunnar við Fjallabyggð, dags. 12.08.2016.

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 26.03.2021 þar sem lagt er til að bæjarráð heimili bæjarstjóra að undirrita viðauka við samning sveitarfélagsins við Orkusöluna. Jafnframt leggur bæjarstjóri til við bæjarráð að deildarstjóra tæknideildar verði falið að undirbúa útboð á raforkukaupum sem fram fari í aðdraganda þess að samningur rennur út, þ.e. haustið 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita viðaukann og felur deildarstjóra tæknideildar að undirbúa útboð á raforkukaupum í aðdraganda samningsloka, haustið 2022.