Móttaka á sorpi á hafnasvæðum.

Málsnúmer 2103018

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 06.05.2021

Lagt er fram erindi Hafnasambands Íslands dags. 5. mars sl. Erindið varðar móttöku á sorpi á hafnarsvæðum. Í erindinu kemur fram að rík áhersla sé lögð á flokkun sorps og beinir sambandið því til hafnaryfirvalda um land allt að þau láti útbúa sorpmóttöku fyrir smærri skip og báta með þeim hætti að mögulegt sé að skila flokkuðu sorpi í aðskilin ílát á hafnarsvæðum. Í erindinu kemur jafnframt fram að sambandið muni beina þeim tilmælum til móttökuaðila sem annast þjónustu við skip á hafnarsvæðum að þeir bjóði upp á að taka við flokkuðu sorpi í aðskilin ílát/gáma og tryggi þannig að það verði almenn regla að öll skip og bátar skili flokkuðum úrgangi og farmleifum þegar þau koma að landi. Einnig er lagt fram vinnuskjal yfirhafnarvarðar hvar farið er yfir möguleika er varða móttöku flokkaðs sorps.
Hafnarstjórn þakkar erindi Hafnarsambands og felur yfirhafnarverði, í samvinnu við hafnarstjóra, að vinna tillögur að útfærslu hvað varðar sorpmóttöku fyrir smærri skip og báta með það að markmiði að þau geti skilað flokkuðu sorpi í hentug aðskilin ílát. Tillögur, sem skulu vera kostnaðarmetnar, skal leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.